DMM opnar útibú í Ameríku
DMM Lausnir ehf., áður nefnt Softa ehf., og hópur leiddur af Hr. Gerry Weiner hafa ákveðið að stofna í sameiningu fyrirtæki í Norður Ameríku.
Nafn hins nýja fyrirtækis er "DMM Solutions North America" og verður það staðsett í Montreal í Kanada. Hlutverk þess verður að sjá um markaðssetningu DMM í Norður Ameríku auk samskipta og þjónustu við við-skiptavini. DMM er hugbúnaður fyrir eignaumsýslu og viðhaldsstjórnun sem hefur notið mikillar velgengni hér á landi. Gerry Weiner verður framkvæmda-stjóri DMM Solutions North America, auk þess sem hann hefur tekið sæti í stjórn DMM Lausna á Íslandi sem nýr hluthafi. Gerry Weiner er fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Kanada og hefur notið velgengni bæði í opinberu starfi sem og í einkageiranum. Sem meðlimur í framkvæmdanefnd Montreal borgar hefur hann m.a. komið að stefnumótun á sviði upplýsinga-kerfa og eignaumsýslu í borginni.
Markaðsstarf í Norður Ameríku er þegar hafið og hafa nokkur fyirtæki þegar verið sótt heim og þeim kynntir möguleikar DMM. Viðtökur hafa verið vonum framar og gefa tilefni til bjartsýni um góðar viðtökur DMM í Norður Ameríku, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Myndin:
Júlíus Jónsson, stjórnarformaður DMM Lausna ehf. (til vinstri) og Gerry Weiner.
Nafn hins nýja fyrirtækis er "DMM Solutions North America" og verður það staðsett í Montreal í Kanada. Hlutverk þess verður að sjá um markaðssetningu DMM í Norður Ameríku auk samskipta og þjónustu við við-skiptavini. DMM er hugbúnaður fyrir eignaumsýslu og viðhaldsstjórnun sem hefur notið mikillar velgengni hér á landi. Gerry Weiner verður framkvæmda-stjóri DMM Solutions North America, auk þess sem hann hefur tekið sæti í stjórn DMM Lausna á Íslandi sem nýr hluthafi. Gerry Weiner er fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Kanada og hefur notið velgengni bæði í opinberu starfi sem og í einkageiranum. Sem meðlimur í framkvæmdanefnd Montreal borgar hefur hann m.a. komið að stefnumótun á sviði upplýsinga-kerfa og eignaumsýslu í borginni.
Markaðsstarf í Norður Ameríku er þegar hafið og hafa nokkur fyirtæki þegar verið sótt heim og þeim kynntir möguleikar DMM. Viðtökur hafa verið vonum framar og gefa tilefni til bjartsýni um góðar viðtökur DMM í Norður Ameríku, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Myndin:
Júlíus Jónsson, stjórnarformaður DMM Lausna ehf. (til vinstri) og Gerry Weiner.