Djö#$& bókhaldið - hvar á ég að byrja?
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum til hádegiserindis á netinu.
Erindinu er ætla að veita innsýn í hvað fylgir að vera í eigin rekstri, hvað þýða öll þessi hugtök eins og reiknað endurgjald og vsk ofl. Hverju þarf að huga að, hverjir eru kostir og gallar þess að fara út í eigin rekstur og ýmislegt praktískt til að auðvelda utanumhaldið.
Fyrirlesari er Eva Michelsen raðfrumkvöðull sem rekur meðal annars Rassvasa, bókhaldsstofu og Eldstæðið deilieldhús. Eva hefur fjölbreytta reynslu af fyrirtækjarekstri og frumkvöðlalífinu og hefur einstakt lag á því að fjalla um bókhald á mannamáli með tilheyrandi reynslusögum af allskonar skrautlegum bókhaldssögum. Hún heldur einnig úti TikTok reikning undir nafninu Rassvasi fyrir þá sem vilja fá smá innsýn í hvað koma skal.
Skrá þarf þátttöku á viðburðinn hér fyrir neðan en hann er opinn öllum
https://forms.gle/pifrFwpZ7qP5oSBy9