Detox Jónínu Ben verður Heilsuhótel Íslands
Í kjölfar hugmyndasamkeppni um nýtt nafn að rekstri Detox Jónínu Ben, hefur félagið valið sér nýtt nafn sem endurspeglar enn betur þá þjónustu sem stendur til boða. Nýja nafnið er Heilsuhótel Íslands og er á Ásbrú, Reykjanesbæ. Nýir eigendur eru nú komnir að rekstri félagsins ásamt Jónínu Benediktsdóttur en það eru Ragnar Sær Ragnarsson framkvæmdastjóri, Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari og Chad Keilen lífstílsráðgjafi og nuddfræðingur.
Með nýjum eigendum styrkist félagið og fjölbreytni eykst, segir í tilkynningu. Nýverið var gengið frá viðamiklum samningi um rannsókn á árangri félagsins og mun rannsóknin hefjast í árslok og standa yfir næstu 3 árin. Árangursmatið er unnið af Dr. Ásgeiri Helgasyni við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og samstarfsfólki hans.
Þá verður boðið uppá þjónustu við fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja starfsfólki sínu lið með endurnærandi og fræðandi stund, heilsuskóli til lífsstílsbreytinga. Mörg stéttarfélög styðja nú við sitt fólk í kjölfar umsagna af góðri upplifun í kjölfarið á jákvæðum breytingum.
Mynd: Chad, Jónína, Anna Katrín og Ragnar Sær eigendur að Heilsuhóteli Íslands, Ásbrú, Reykjanesbæ.