Delta þremur mánuðum fyrr á ferðinni til New York
Fyrsta flugferð ársins með Delta Air Lines milli Íslands og New York verður á morgun, 12. febrúar. Bandaríska flugfélagið hefur bætt þremur mánuðum framan við hefðbundið ferðatímabil, vegna mikillar eftirspurnar bandarískra ferðamanna svo og Íslendinga á leið vestur um haf.
Flogið verður til New York samfleytt í sjö mánuði á þessu ári. Þann 27. maí bætist Minnapolis við sem nýr áfangastaður Delta og verður flogið þangað daglega til loka september. Frá og með 29. maí verður aukalegu flugi bætt við á sunnudögum til New York. Alls verða 15 vikulegar flugferðir í boði til Bandaríkjanna með Delta yfir sumartímann. Þegar Delta hóf starfsemi hér árið 2011 voru 5 ferðir í boði vikulega.
„Ísland verður stöðugt vinsælli áfangastaður ferðamanna frá Bandaríkjunum og við mætum þeirri eftirspurn með lengingu ferðatímabilsins og Minneapolis sem nýjum áfangastað. Framboð flugsæta eykst við þetta um 101% frá því í fyrra,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Það er sérlega ánægjulegt að hefja sjötta starfsár okkar á Íslandi með stóraukinni þjónustu, ekki síst með nýjum áfangastað í Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningu frá Delta.
Áætlun Delta milli Reykjavíkur (KEF) og New York (JFK) 2016:
Líkt og fyrri ár fljúga Boeing 757-200 þotur Delta milli Íslands og New York. Auk lúxusfarrýmis býðst farþegum aukin þægindi í Delta Comfort+ með rýmra bil á milli sæta og er hægt að halla sætisbökum þar 50% meira aftur en á almennu farrými.
Máltíðir og allir drykkir eru innifalin í fargjaldi á öllum farrýmum í millilandaflugi Delta og minnst ein 23 kg ferðataska ásamt handfarangri. Afþreyingarkerfi stendur öllum farþegum til boða á flugleiðinni svo og wi-fi tenging við internetið.
Hægt er að bóka beint flug til New York með Delta á vefsíðu félagsins www.delta.com og hjá ferðaskrifstofum.