Delta hefur flug milli Íslands og New York á ný
Á síðasta ári flutti Delta yfir 20.000 farþega til Íslands og átti því stóran þátt í 52% fjölgun ferðamanna frá Norður-Armeríku til landsins árið 2011. Félagið mun halda áfram dyggri þjónustu við íslenskan markað og hefja á ný beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og JFK flugvallar í New York, fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina, í samvinnu KLM flugfélagið.
„Ísland og Bandaríkin hafa alla tíð átt í öflugu viðskiptasambandi,“ segir Bob Hannah, svæðisstjóri sölumála Delta í Evrópu. „Sterkar flugsamgöngur á milli landanna, líkt og Delta býður upp á, eru lykill að því að nýta þetta samband til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf, bæði að því er varðar útflutning á íslenskum vörum til Bandaríkjanna sem og flutning ferðamanna til Íslands.“
Í tilefni af því að félagið mun senn hefja áætlunarflug milli landanna á ný, býður Delta upp á ferðir frá Keflavík til New York á sérstöku kynningarverði, 63.000 krónur fyrir miða á alemennu farrými (economy class), að sköttum og gjöldum meðtöldum. Tilboðið gildir fyrir öll flug á tímabilinu frá 2. júni til 3. september, sem bókuð eru fyrir 3. maí næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að dvalið sé í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags.
Notast verður við 174 sæta Boeing 757-200 vél á flugleiðinni frá Keflavík og er áætlunin hugsuð með það að leiðarljósi að auðvelda tengiflug frá New York, þaðan sem flugfarþegar geta valið á milli framhaldsflugs til 55 vinsælla áfangastaða á borð við Los Angeles, Miami, Las Vegas og Atlanta.
„Delta býður viðskiptavinum sínum nú upp á enn fjölbreyttari valkosti yfir sumarmánuðina með fimm vikulegum flugferðum milli Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Hannah. „Okkur er sönn ánægja að taka aftur upp þessar vinsælu sumarþjónustu við viðskiptavini. Við hlökkum til þess að flytja á ný þúsundir gesta frá Bandaríkjunum til Íslands, sem verður lyftistöng fyrir íslenska ferðaþjónustu.”