Delta flýgur milli Keflavíkur og Kennedy-flugvallar næsta sumar
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag, mánudaginn 21. nóvember, að það myndi hefja á ný sumaráætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York 2. júni 2012. Fimm áætlunarflug verða í hverri viku yfir sumarmánuðina í samstarfi við Air France-KLM en félögin eiga með sér samstarf í alþjóðlegu áætlunarflugi. Delta verður á ný eina bandaríska flugfélagið sem býður upp á beint áætlunarflug milli Íslands og Bandaríkjanna.?
Flugfarþegar sem fljúga með Delta frá Keflavík geta valið úr miklu framboði tengiflugs með Deltaþotum til áfangastaða um allan heim. „Við hjá Delta erum mjög spennt að hefja á ný áætlunarflug frá Keflavíkurvelli til New York-borgar. Farþegaflug Delta á þessari flugleiðleið sl. sumar reyndist mjög eftirsóknarvert fyrir bandaríska ferðamenn sem völdu að heimsækja Ísland“ segir Bob Hannah, svæðisstjóri Delta á Norðurlöndunum og Evrópu. „Þess má geta að farþegar frá Íslandi ná tengiflugum beint frá flugstöð Delta á Kennedyflugvelli til 45 áfangastaða innan Bandaríkjanna.“?
Á þessari leið mun Delta nota 183 sæta Boeing 757-200 þotu en í henni eru 15 Bussiness Elite-sæti, auk þess 12 sæti í Economy Comfort og 155 sæti á almennu farrými. Komutími þotnanna til New York hentar vel fyrir áframflug Delta til vinsælla áfangastaða í Bandaríkjunum, Delta býður upp á mun fleiri flugferðir frá Kennedyflugvelli en önnur flugfélög sem fljúga á þessari sömu flugleið.