Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Delta Cargo býður vöruflytjendum dreifingarnet um sex heimsálfur
Miðvikudagur 11. maí 2011 kl. 11:00

Delta Cargo býður vöruflytjendum dreifingarnet um sex heimsálfur

Með tilkomu áætlunarflugs Delta Air Lines til Keflavíkur frá Kennedyflugvelli í New York í sumar aukast talsvert valkostir inn- og útflutningsfyrirtækja hér á landi vegna víðtæks áætlunarkerfis flugfélagsins í Norður-Ameríku og öðrum heimsálfum. Vöruflutningar Delta til Kennedyflugvallar margfalda möguleika vöruflytjenda og framleiðenda sjávarafurða til að flytja vörur sínar með auknum hraða og öryggi um öflugt dreifikerfi Delta beint á markað í stórborgum Bandaríkjanna og Kanada.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Áætlunarflug Delta hefst 2. júní nk. og verður flogið fimm daga vikunnar að undanskildum þriðjudögum og miðvikudögum. Frá Íslandi flytja þotur Delta t.d. ferskar sjávarafurðir, eldislax og -silung og aðrar útflutningsvörur til Bandaríkjanna og víðar. Hingað mun Delta flytja m.a. neytendavörur, véla- og varahluti, ferska ávexti, grænmeti og margt fleira. Umboðs- og vörumiðlun fyrir flugfrakt Delta er hjá Bláfugli ehf. en Airport Associates á Keflavíkurvelli annast losun og hleðslu vélar Delta.


„Hið víðtæka alþjóðlega samgöngunet Delta Air Lines um heiminn býður íslenskum inn- og útflytjendum upp á mikla og hraða vörflutninga um víða veröld. Vörumiðstöð Delta í New York er ein sú tæknivæddasta og fullkomansta í heimi,“ segir Stephan Manigk, svæðisstjóri flutningsþjónustu Delta í Evrópu. „Áætlunarflug Delta í sumar á milli New York og Keflavíkur gerir okkur kleift að flytja sjö tonn af flugfrakt hvora leið. Þetta skapar íslenskum fyrirtækjum víðtæk tækifæri og nýja markaðsmöguleika bæði á Íslandi og um heiminn.“ Flugfélagið flýgur til 347 borga í 64 löndum í öllum heimsálfum og notar til þess 700 þotur.


Flytjendum er bent á að bóka flugfrakt hjá Bláfugli í síma 420 0200 en finna má nánari upplýsingar um þessa nýju fraktþjónustu á www.delta.com