Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Delta byrjar sumaráætlunina með „flat-bed“ sætum
  • Delta byrjar sumaráætlunina með „flat-bed“ sætum
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 11:36

Delta byrjar sumaráætlunina með „flat-bed“ sætum

– Fyrsta skipti sem boðið er upp á fullkomna svefnaðstöðu í flugi frá Íslandi

Delta Air Lines byrjar sumaráætlun sína til Íslands með því að bjóða fyrst flugfélaga upp á fullkomna svefnaðstöðu um borð í svokölluðum ”flat-bed” sætum. Delta er einnig fyrsta flugfélagið sem býður upp á fyrsta farrými (First Class) í áætlunarflugi frá Íslandi.

Þetta er fimmta sumarið í röð sem Delta flýgur milli Íslands og New York (JFK). Delta hefur jafnframt lengt ferðatímabilið um 6 vikur og verður fyrsta flugferðin laugardaginn 2. maí næstkomandi. Flogið verður til loka september.

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, lýsir yfir ánægju með þátt Delta í fjölgun ferðamanna hingað til lands:

„Ferðamönnum frá Bandaríkjunum hefur fjölgað verulega undanfarin ár í takt við aukið framboð flugferða. Delta á þátt í þessari aukningu, þar sem flestir farþegar félagsins koma sem ferðamenn til landsins. Það er því fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna að Delta hafi ákveðið að lengja ferðatímabilið með daglegu flugi frá því í byrjun maí til loka september.“

„Flat-bed“ sætin verða í boði á Delta One viðskiptafarrými félagsins í ferðum hingað til lands í maí og september. Sætin er hægt að leggja alveg niður og þá verður til 196 sentimetra langt rúm sem skilar ferðamanninum úthvíldum á áfangastað. Um er að ræða 16 „flat-bed“ sæti í Boeing 757-200 þotu Delta, sem rúmar alls 168 farþega.

Yfir hásumarið verður Delta aftur á móti með 234 farþega Boeing 757-300 þotu í notkun og er þar um að ræða aukið sætaframboð frá því sem áður hefur verið. Um borð í þeirri þotu er fyrsta farrými (First Class) í stað viðskiptafarrýmis. Á fyrsta farrými er meðal annars boðið upp á fimm rétta máltíð og sérvalin vín, auk rúmra farangursheimilda.

„Delta vinnur að því að setja flat-bed sæti um borð í allar flugvélar félagsins í alþjóðaflugi og það er okkur sérstök ánægja að geta boðið slík þægindi fyrst alla félaga í flugi frá Íslandi í sumar,” segir Perry Cantarutti, forstjóri Delta í Evrópu, Austurlöndum nær og Afríku. ”Við leggjum mikið upp úr því að bæta upplifun viðskiptavinarins og mikilvægur þáttur þess er að bjóða upp á frábær sæti og úrvals þjónustu um borð. Við vonum að íslenskir viðskiptavinir okkar njóti þess þegar þeir fljúga næst með okkur.”


Til viðbótar við viðskiptafarrými og fyrsta farrými býðst farþegum aukin þægindi í Delta Comfort+. Þar er aukið bil á milli sæta og hægt að halla sætisbökum 50% meira aftur en á almennu farrými.

Máltíðir eru innifaldar í fargjaldi á öllum farrýmum í áætlunarflugi Delta og minnst ein 23 kg ferðataska og handfarangur. Afþreyingarkerfi stendur öllum farþegum til boða á flugleiðinni.

Í maí er sértilboð á tengiflugi með Delta frá New York til fjölda áfangastaða í Banda­ríkjunum.

Delta hefur varið 24 milljörðum króna í stækkun og endurbætur á aðstöðu sinni í flugstöð 4 á Kennedyflugvelli í New York (JFK). Framkvæmdum lauk í janúar síðastliðnum og hefur veitingastöðum og verslunum fjölgað verulega auk þess sem 11 hliðum var bætt við til að flýta för farþega í tengiflugi um flugvöllinn. Í flugstöð 4 er Sky Club Delta, vildaraðstaða með úrval veitinga fyrir farþega á viðskiptafarrými, ásamt Sky Deck þakgarðinum.

Á Keflavíkurflugvelli jafnt og Kennedyflugvelli geta farþegar notfært sér sjálfsafgreiðslu til að prenta út brottfararspjöld og töskumiða til að flýta för sinni. Á vefsíðu félagsins delta.com geta þeir einnig innritað sig í flug og prentað út brottfararspjöld.

Hægt er að bóka beint flug til New York með Delta á vefsíðu félagsins www.delta.com og hjá ferðaskrifstofum.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024