Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Delta Air Lines hefur áætlunarflug til Íslands 1. júní
Mánudagur 18. apríl 2011 kl. 13:44

Delta Air Lines hefur áætlunarflug til Íslands 1. júní

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines milli Kennedyflugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar hefst 1. júní nk. Vélin lendir í Keflavík að morgni 2. júní, en flogið verður fimm daga vikunnar milli áfangastaðanna fram á haust.


Íslenskir flugfarþegar Delta geta ferðast á einum farseðli frá Íslandi til New York og síðan áfram með flugfélaginu til fjölda annarra áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, S-Ameríku og eyja Karíbahafsins. Delta þjónar 347 áfangastöðum í 64 löndum í sex heimsálfum, þar á meðal í samvinnu við flugfélög á borð við Air France og KLM. Delta Air Lines er eitt stærsta flugfélag heims. Farþegaþota Delta, flug 51, fer frá Keflavíkurflugvelli til Kennedyflugvallar kl 10:50 að morgni og lendir í New York kl. 13:05 að staðartíma. Delta, flug 52, til Íslands fer frá Kennedyvelli kl. 23:35 að kvöldi og lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 9:10 að morgni næsta dags. Tímasetningar flugs Delta miðast við staðartíma í Keflavík og New York. Ekki er flogið á þriðjudögum og miðvikudögum.

„Með tilkomu Delta á íslenska flugmarkaðinn geta íslenskir farþegar félagsins náð víðtækum tengiflugum frá Keflavíkurflugvelli með einum farseðli og auðveldað sér þannig ferðalög með Delta innan Bandaríkjanna og um allan heim,“ segir Bob Hannah, svæðisstjóri markaðsmála Delta í Evrópu. „Það sem meira er er að með tilkomu Delta opnast ný tækifæri fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja og skoða Ísland,“ segir Hannah. Flugfargjöld Delta eru á mjög samkeppnishæfu verði hvort sem fólk ferðast á viðskiptafarrými eða almennu farrými.


Flugstjóri í fyrsta flugi Delta til Íslands verður John S. Magnusson, sem er fæddur á Íslandi og lærði flug á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði flugnám hjá flugskólanum Flugtaki og fékk einkaflugmannsskírteini árið 1976. Hann hefur verið flugmaður hjá Delta í 34 ár, þar af flugstjóri í 13 ár. John er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann er jafnframt ræðismaður Íslands í Minnesota. Þjónustustig um borð í farþegarþotum Delta til New York er í háum gæðaflokki hvort sem um er að ræða á almennu farrými eða Business Elite-viðskiptafarrými. Sætin í almennu farrými eru leðurklædd með sjónvarpsskjá á sætisbaki og máltíðir og drykkjaföng eru innifalin í miðaverðinu. Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Michelle Bernstein, hefur útbúið matseðilinn á viðskiptafarrými. Auk þess geta viðskiptafarþegar valið um 20 nýjar kvikmyndir, fjölda sjónvarpsþátta og þúsundir laga og leikja. Hægt er að bóka flug með Delta og samvinnuflugfélögum á www.delta.com og www.klm.com.