Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Davíð ráðinn þjónustustjóri VÍS á Reykjanesi
Þriðjudagur 13. ágúst 2024 kl. 14:28

Davíð ráðinn þjónustustjóri VÍS á Reykjanesi

Davíð Gunnlaugsson hefur tekið við stöðu þjónustustjóra VÍS á Reykjanesi en hann hefur unnið hjá VÍS í tæp tvö ár. Davíð er einstaklega viðkunnanlegur tveggja barna faðir úr Mosfellsbæ en ættaður frá Bolungarvík og Siglufirði. Hann er með BA próf í lögfræði og menntaður PGA golfkennari en hann hefur starfað lengi í golfinu bæði sem íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og sem fararstjóri í golfferðum.

„Golfið hefur átt hug minn og hjarta í 25 ár eða frá því ég byrjað fyrst 10 ára gamall að spila. Ég elska útiveru og að kynnast fólki og golfið blandar þessu tvennu fullkomlega saman. Ég þekki vellina á Reykjanesinu ágætlega en ég hlakka til að kynnast þeim enn betur og ekki síst að hitta alla viðskiptavini okkar á völlunum. Hvort sem fólki vantar ráðleggingar með tryggingarnar eða sveifluna þá ætti ég að geta aðstoðað,“ segir Davíð hress í bragði. 

Þjónustuskrifstofa VÍS er staðsett á Hafnargötu 57 og er opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00. Auk Davíðs starfa þar Anna Karakulina Elenudóttir og Gísli Freyr Ólafsson.
„Ég hvet alla íbúa á Reykjanesinu til að koma og heilsa upp á okkur og skoða um leið nýju heimkynni okkar,“  segir Davíð að lokum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024