HS Veitur
HS Veitur

Viðskipti

Dapurt ár í fiskimjölsiðnaði
Miðvikudagur 4. janúar 2017 kl. 13:57

Dapurt ár í fiskimjölsiðnaði

Rúmum 30 þúsund tonnum munaði milli ára í Helguvík

Fiskimjölsverksmiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan á og rekur (Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Helguvík) tóku á móti einungis 131.460 tonnum af hráefni á árinu, en frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Verksmiðjurnar tóku á móti 259.394 tonnum árið 2015, 161.168 tonnum árið 2014 og 206.074 tonnum árið 2013.

Í Helguvík var tekið á móti 11.916 tonnum í ár. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2015 tók verksmiðjan í Helguvík á móti 43.656 tonnum. Léleg loðnuvertíð er meginástæðan fyrir minna hráefni árið 2016 en til dæmis árin 2015 og 2013.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025