Dansk Factory Outlet velja Snerta kassakerfi úr Vogum
Lágvöruverðsverslunarkeðjan Dansk Factory Outlet valdi afgreiðsluhugbúnaðinn Touch-store kassakerfislausnina frá Snerta hugbúnaðarhúsi sem er fyrirtæki á Suðurnesjum, staðsett í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Um er að ræða verslanakeðju sem samanstendur af 15 verslunum víðsvegar um Danmörku. Vöruúrvalið er miðstýrt og “speglað” milli verslana en að öðru leyti eru verslanirnar sjálfstæðar.
Snerta kassakerfi hefur fundið fyrir miklum meðbyr eftir að fjármálakreppan skall á og hefur þurft að bæta við starfsfólki. Snerta afgreiðsluhugbúnaður er íslensk framleiðsla og fyrirtækið er meira en 10 ára gamalt. Fyrirtækið hefur einnig verið með starfsemi í Danmörku síðan 2001 og eru yfir 1000 notendur á kassakerfinu á öllum norðurlöndunum.
Nálgast má frekari upplýsingar um fyrirtækið og hugbúnað þess á vefnum www.kassakerfi.is