DAGATÖLUM PAKKAÐ FYRIR SPARISJÓÐINN
Það hefur verið nóg að gera hjá fólkinu á Hæfingarstöð fatlaðra í Keflavík að undanförnu. Það tekur að sér ýmis pökkunarverkefni eins og mörgum er kunnugt um. Þegar ljósmyndari blaðsins leit inn á dögunum voru allir á fullu að pakka inn dagatölum fyrir Sparisjóðinn í Keflavík. Fyrr í haust pökkuðu þau reglustikum og endurskinsmerkjum fyrir Sparisjóðinn. VF-myndir/hrós.