Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Concert hertekur Officera-klúbbinn á Vallarheiði
Mánudagur 16. febrúar 2009 kl. 22:09

Concert hertekur Officera-klúbbinn á Vallarheiði

Umboðsfyrirtækið Concert hefur tekið hin fornfræga Officera klúbb á  Vallarheiði hernnámi. Það er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, fyrir hönd íslenska ríkisins, sem á  húsið sem klúbburinn var starfræktur í og markmið félagsins er meðal  annars að leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á  Keflavíkurflugvelli til borgaralegra nota. Samningur þess efnis var  undirritaður í vikunni á skrifstofu Kadeco á Vallarheiði.
 
„Við ætlum að gera tilraun með þetta til eins árs. Við erum í raun að  reyna mæta ákveðinni þörf þar sem mikið hefur verið sóst eftir því að  leiga húsið í stærri viðburði þar sem Stapinn er núna í yfirhalningu.  Við teljum að Concert sé öflugur samstarfsaðili og bindum miklar vonir við krafta þeirra til endurreisnar Officeraklúbbsins,“ sagði Kjartan Þór Eiríksson við undirritunina.
 
„Ég lít á þetta sem mikið traust að Kadeco fái okkur til að sjá um Officera klúbbinn. Þetta er án efa sá dansstaður á landinu sem flestir þekkja en fæstir hafa fengið tækifæri til að komast inná. Þarna eru miklir salir og stórir barir og skemmtileg fundarherbergi þannig að okkur hlakkar til að slá aftur til veislu þarna,“ sagði Einar Bárðarson eigandi Concert.
 
Á Officera klúbbnum skemmtu fyrirmenn bandaríska hersins sér allt frá því að herinn tók sér stöðu á Vallarheiði. Fáir staðir á Íslandi hafa  verið sérstaklega hannaði til skemmtanahalds en Officera klúbburinn er  sá eini á Íslandi með sérstöku bílastæði sem er yfirbyggt fyrir gesti  þegar þeir yfirgefa bifreiðina svo eitthvað sé nefnt. Íslensku  hljómsveitirnar Lúdó & Stefán, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar,  Trúbrot, Júdas, Óðmenn og Hljómar léku fyrir Bandaríkjamennina á  klúbbnum en gróskann í kringum starfsemina á Vellinum náði að  sjálfsögðu líka til skemmtanabransans. Þeir örfáu íslendingar sem  voru þeirra heiðurs aðnjótandi að komast inná Officera klúbbinn á  gullöld hans voru nánast teknir í guðatölu .
 
Mannlífið blómstrar á Vallarheiði í Reykjanesbæ þessar vikurnar.  Skólahús eru þéttsetin, íþróttahúsið á Vallarheiði er vel sótt og það  sama má segja um margt annað í þessari fyrrum herstöð. Ýmis  tómstundastarfsemi er rekin á Vallarheiði við miklar vinsældir og þá  hefur Virkjun mannauðs á Reykjanesi fengið inni í um 1600 fermetra  húsnæði á Vellinum þar sem er að verða til fjölbreytt starfsemi.
 
Allar upplýsingar um útleigu og annað er á skrifstofu Concert  Brekkustíg 39 Reykjanesbæ og í síma 517 2727 eða á WWW.CONCERT.IS




Mynd: Kjartan Þór Eiríksson og Einar Bárðarson handsala samninginn. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024