Carino: Stelpur vilja ekki mjög „púffað“ hár
Hárgreiðslustofan Carino opnaði að Hafnargötu 21 í síðustu viku. Þar er boðið upp á alla almenna hárgreiðislu og hárskurð auk þess sem fótaaðgerðafræðingur er með aðstöðu á stofunni.Sigrún Lína hársnyrtimeistari, segir að það sé allt í gangi varðandi fermingarhárgreiðslur í ár en þó séu margar stelpur sem láta greiða sér svipað og gert var við fermingarnar í fyrra. Sigrún Lína segir að margar setji lifandi blóm í hárið á sér en aðrar borða, semelíukórónur og gerfiblóm. Hún segir að oftast sé um það bil helmingur hársins tekinn upp og lokkar látnir lafa niður en svona ungar stúlkur vilja ekki mjög púffað hár. Að lokum segir Sigrún Lína að stelpurnar séu mjög meðvitaðar og ákveðnar í því sem þær vilji að gert sé við hár þeirra á fermingardaginn.