Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Byr lokað í Reykjanesbæ
Föstudagur 13. janúar 2012 kl. 17:18

Byr lokað í Reykjanesbæ

Útibúi Byrs í Reykjanesbæ var lokað í dag í síðasta sinn en á mánudag sameinast Byr og Íslandsbanki undir merkjum Íslandsbanka. Byr opnaði útibú í Reykjanesbæ þann 24. mars á sl. ári í kjölfar samruna SpKef sparisjóðs og Landsbankans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Byr í Reykjanesbæ störfuðu fjórir starfsmenn. Þrír þjónustufulltrúar flytjast yfir í útibú Íslandsbakna í Reykjanesbæ en Ásdís Ýr Jakobsdóttir, sem verið hefur útibússtjóri Byrs í Reykjanes fer til starfa í aðalstöðvum Íslandsbanka.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í við lokun Byrs í dag. Þær sýna þegar fánar Byrs voru dregnir niður í síðasta skipti, þegar Ásdís Ýr læsti bankanum í síðasta skiptið rétt rúmlega fjögur og neðsta myndin er af þeim Margréti Ingibersdóttur og Jónu Björgu Antonsdóttur, sem voru að gera upp daginn nú á fimmta tímanum.


VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson