Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bylting í hljóðeinangrun færist til Suðurnesja
Föstudagur 7. júní 2002 kl. 14:07

Bylting í hljóðeinangrun færist til Suðurnesja

Ný bylting í hljóðeinangrun er notuð í nýbyggingu háhýsis við Framnesveg en það er fyrirtækið Steinprýði úr Reykjavík sem hannar efnið og leggur það á gólf háhýsisins ásamt fyrirtækinu Húsanes. Gunnlaugur Björnsson starfsmaður Steinprýðis sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri efni sem kallaðist flot í lögn og væri sett yfir steypt gólf í nýbyggðum húsum. Undir efnið kemur sérhannaður dúkur sem hlífir öllum skruðningi og hljóm á öllum hæðum. Þessi bylting hófst í Þýskalandi og sagði Gunnlaugur að eftir ár verði flestar nýbyggingar farnar styðjast við þetta efni, það er þær nýbyggingar sem þarfnast hljóðeinagrunar. Íslenskir Aðalverktakar hafa stuðst við efnið í sínum byggingum og hefur það heppnast mjög vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024