Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Viðskipti

  • Búið að loka kaffihúsum Kaffitárs í flugstöðinni
  • Búið að loka kaffihúsum Kaffitárs í flugstöðinni
Fimmtudagur 8. janúar 2015 kl. 17:42

Búið að loka kaffihúsum Kaffitárs í flugstöðinni

Kaffitár hefur hætt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir 10 ára rekstur. Fyrirtækið greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

„Við þökkum viðskiptavinum okkar samfylgdina í gegnum árin. Okkur hefur þótt einstaklega vænt um alla þá sem drukku sinn fyrsta eða síðasta kaffibolla á leið til eða út úr landinu. Öllu því góða starfsfólki sem vinnur í flugstöðinni viljum við þakka fyrir ánægjulegt samstarf og góðar stundir. Megi ykkur öllum farnast vel á nýju ári,“ segir á vef Kaffitárs.

Bílakjarninn
Bílakjarninn