Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 7. desember 2000 kl. 10:39

BT flytur í nýtt húsnæði

Verslunin BT opnar nýja verslun á Baldursgötu 14 laugardaginn 9 des. nk. Verslunin stækkar við þetta úr 80 fermetrum í 160. Að sögn Birgis Möller var búðin orðin of lítil og með stækkun hennar verðu hægt að bjóða upp á meiri vöruúrval og betri þjónustu.
„Vöruflokkarnir verða svo til þeir sömu, þ.e. allt sem snýr að tölvum, raftækjum og svo má ekki gleyma afþreyingunni; dvd-myndir, playstation-leikir, pc-leikir, n64 og Gameboy. Yfir jólin munum við vera með jólabækurnar annars fylgjumst við vel með þeim tækninýjungum sem eiga sér stað í heiminum til að geta boðið viðskiptavininum upp á það nýjasta og besta“, segir Birgir
Í BT er mest áhersla lögð á Compaq tölvur sem er einn virtasti og stærsti
tölvuframleiðandi í heimi. Raftækin eru að mestu frá Thomson og Daewoo en reynslan á Thomson á Íslandi nær yfir 30 ár og eru sjónvörpin frá þeim með þeim bestu sem fást í dag, að sögn Birgis.
„Viðskiptin hafa gengið vonum framar og íbúar Reykjanesbæjar virðast vera opnari fyrir tækninýjungum en gengur og gerist“, segir Birgir. „Eflaust leyta einhverjir áfram til Reykjavíkur en hvað er betra en að versla heima og fá persónulegri þjónustu. Ég myndi segja að staða okkar væri nokkuð sterk og er að styrkjast frá degi til dags“, segir Birgir.
Jólaverslunin leggst vel í starfsfólk BT enda er fólk þegar farið að versla fyrir jólin en Birgir segir að jólagjöfin í ár sé allt frá tölvuleikjum upp í 52" sjónvörp. „Við verðum með frábær opnunartilboð á laugardaginn og þá geta Suðurnesjamenn gert mjög góð kaup fyrir jólin.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024