Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bryggjan Grindavík opnar nýjan veitingasal
Laugardagur 15. júní 2019 kl. 07:27

Bryggjan Grindavík opnar nýjan veitingasal

Kaffihúsið Bryggjan í Grindavík sem opnaði á Bryggjubakkanum við Grindavíkurhöfn árið 2009 hefur opnað nýjan 500 fermetra veitingasal á efri hæð hússins þar sem áður var netagerð. Eigendur staðarins hafa undanfarna mánuði staðið í framkvæmdum og hafa nú opnað viðbót við staðinn, nýjan veitingasal sem kallast Bryggjan Grindavík Netagerð. Veitingasalurinn er á efri hæð hússins við hlið starfandi netagerðar sem verður áfram rekið sem netagerðarverkstæði í fullum rekstri. Gestir staðarins munu sjá netagerðina í gegnum glervegg sem er á milli hins nýja veitingastaðar og netagerðarinar.

Miklar svalir eru til suðurs með glæsilegu útsýni yfir höfnina og hinnar frægu innsiglingar ásamt því að upplifa lífið við höfnina. Nýi salurinn rúmar 230 manns og verður nýttur fyrir ýmsa menningarviðburði og tónleikahald í framtíðinni.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Núna geta stærri hópar nýtt sér þessa frábæru aðstöðu þar sem gestir upplifa ekki eingöngu íslenska fiskirétti og súpur frá Grindavík heldur eru þeir að njóta matar og drykkjar inni í netagerð sem er i fullum rekstri.

Bæðurnir Kristinn og Aðalgeir Jóhannssynir ásamt fjölskyldum þeirra, byrjuðu starfsemina árið 2009. Þeir bræður hafa rekið netagerð í húsinu sem var byggð árið 1979 en kaffihúsið var opnað á jarðhæð hússins. Kaffihúsið sem ber merki þess að vera tengt sjávarútvegi og sjómennsku, hefur öðlast sess í hugum þeirra fjölda innlendra og erlendra gesta sem sótt hafa staðinn. Þeir bræður seldu húsið og nýir eigendur hafa tekið við fasteigninni og kaffihúsinu, segir í frétt frá Bryggjunni.