Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 8. ágúst 2001 kl. 09:33

Breyttu íbúðinni í gistiheimili

Fyrir nokkrum vikum fengu hjónin Svala Sveinsdóttir og Hilmar Hafsteinsson þá hugmynd að breyt íbúðinni sinni við Hringbraut í gistiheimili. Undirtektir annarra í fjöslkyldunni voru góðar og því var strax hafist handa við að breyta íbúðinni í gistiheimili. Fyrsti gesturinn lét síðan sjá sig 20. júlí en herbergin voru ekki öll tilbúin.

Mynd: Gistiheimilið er staðsett fyrir ofan Miðbæ við Hringbraut.Gistiheimilið býður upp á 5 tveggjamanna herbergi og tvö baðherbergi auk þess sem þar er að finna sjónvarpsstofu og eldhús. Gestum er boðið upp á morgunmat sem þeir sjá sjálfir um, það er því enginn ákveðinn tími fyrir morgunmat og gestirnir eru frjálsari. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir hefur að undanförnu aðstoðað foreldra sína við gistihúsareksturinn en hún er sjálf í námi erlendis. Að sögn Dagmarar hafa gestir verið mjög ánægðir með gistiheimilið og nú þegar hafa margir boðað komu sína aftur. „Það eru smáu hlutirnir sem skipta svo miklu máli“, segir Dagmar. „Við reynum eftir fremsta megni að þjónusta gestina og bjóðum þeim upp og morgunverð að eiginvali.“ Gestirnir borga þegar þeir koma inn en hafa síðan eins langan tíma og þeir þurfa til að fara, svo lengi sem enginn bíður eftir herberginu. „Gestirnir hafa helst haft orð á því að þeim finnist staðurinn heimilislegur og hlýr. Það er annað en fólk á að venjast á stórum hótelum“, segir Dagmar. Staðurinn hefur fengið nafnið B&B Guesthouse og verður opinn allt árið. „Við stílum helst inn á Íslendinga í vetur. Þetta er hentugt fyrir fólk sem kemur utan að landi og er á leið til útlanda.“ Þrátt fyrir litlar sem engar auglýsingar var 60% nýting í fyrstu viku rekstursins. Enn er unnið að breytingum og framkvæmdum við húsið en Dagmar gerir ráð fyrir að allt verði klárt eftir 2-3 vikur. Þegar öllum breytingum er lokið verður boðið upp á 7 herbergi og 3 baðherbergi. Hægt er að panta herbergi í síma: 421-8989 og 867-4434.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024