Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:18

BREYTINGAR Í SAMKAUP

Viðskiptavinir Samkaupa í Njarðvík hafa eflaust tekið eftir ýmsum breytingum sem verið er að gera á versluninni. ,,Við erum að breyta ferli um búðina með það markmið að reyna að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og auka áherslu á grænmeti og ávexti”, sagði Skúli Skúlason fulltrúi framkvæmdastjóra. ,,Þegar við settum upp ávaxtaborðið þar sem það er núna þá stórjókst sala á grænmeti og ávöxtum. Nú stendur til að færa það þangað sem búsáhaldadeildin er til að gera aðgang að því betri. Búsáhaldadeildin fer í hinn enda verslunarinnar þar sem skóbúðin var áður.” Eru fleiri breytingar á döfinni? ,,Við erum að taka upp nýja fatalínu og breyta þar með áherslum í fatnaði. Lilja Samúelsdóttir er nýráðinn deildarstjóri yfir sérdeildinni þar sem Guðrún Kristinsdóttir hefur hætt störfum eftir áratuga farsælt starf hjá Kaupfélaginu. Hörður Sigfússon er nýráðinn aðstoðarverslunarstjóri. Hann er Suðurnesjamaður með áratugalanga reynslu af verslunarstörfum. Eru breytingarnar kostnaðarsamar? ,,Vissulega kosta svona breytingar talsverða peninga en verslun snýst um að gera viðskiptavininn ánægðan. Þetta er liður í samkeppninni því við viljum vera vakandi yfir því sem er að gerast í verslun og þjónustu.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024