Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Breytingar hjá Café Keflavík
Föstudagur 8. maí 2009 kl. 10:38

Breytingar hjá Café Keflavík


Café Keflavík hefur nýlega bætt léttum vínveitingum við þjónustu sína. Þá hefur Erlingur Jónsson selt sig út úr rekstrinum og Hjördís Hilmarsdóttir verið ráðin rekstrarstjóri. Kaffihúsið verður framvegis opið til kl. 23 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og til kl. 22 aðra daga. Café Keflavík leggur áfram áherslu á ljúffengar kaffiveitingar í notalegu og huggulegu umhverfi. Að sögn Hjördísar var ákveðið að bjóða upp á léttar vínveitingar til að mæta ákveðnum hópi viðskiptavina sem slíkt vilja. Algengt sé að erlendir ferðamenn reki inn nefið og finnist það skrýtið að geta ekki fengið sér bjór eða rauðvínsglas. 


---
VFmynd/elg - Lilja Gunnarsdóttir  og Hjördís Hilmarsdóttir á Café Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024