Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 28. september 2000 kl. 14:38

Breytingar á Sportbúð Óskars langt komnar

Breytingar á Sportbúð Óskars eru nú langt komnar en stefnt er að því að opna að nýju eftir 10-15 daga. Opnunin verður auglýst nánar síðar. Að sögn Óskars hafa framkvæmdir gengið vel en hann reif allt út úr búðinni og er að fara að setja upp nýjar innréttingar, ljós og gólfefni. „Verslunin í kjallaranum er opin og hefur gengið vel. Fólk hefur mikið verið að spyrja hvenær ég opni aftur uppi. Ég bið fólk um að sýna þolinmæði því þetta er allt að koma“, segir Óskar, grípur málningarrúlluna og skellir sér á súluna sem stendur í miðri versluninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024