BREYTINGAR Á GLÓÐINNI
Ásbjörn Pálsson tók við rekstri Glóðarinnar í maí á þessu ári ásamt Hannesi Þór Jónssyni, sem hefur umsjón með rekstri og endurbótum á húsnæðinu. Ásbjörn er matreiðslumeistari og hefur m.a. starfað í Frakklandi, á Fjörukránni og nú síðast var hann yfirmatreiðslumeistari á Lækjarbrekku. Hann hefur einnig unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti í matreiðslu með íslenska landsliðinu. Ásbjörn stendur nú í stórræðum því hann er að gera stórfelldar breytingar á útliti staðarins og matseðlinum. Hann ætlar einnig að auka þjónustuna verulega.Opna kaffihús„Við erum að breyta glerskálanum í kaffihús. Hugmyndin er að fá fólk til að sitja lengur á kvöldin og ef það fær sér að borða hjá okkur þá getur það sest inn og fengið sér kaffi og eftirdrykk í rólegheitunum.” Ásbjörn segir að á kaffihúsinu verður boðið upp á girnilegar tertur, smurbrauð, vöfflur, pönnukökur og margar tegundir af kaffi frá Kaffitári og heita og kalda kaffidrykki.Fullkominn fundar- og ráðstefnusalurEfri hæðin fær líka sinn skerf og nú þegar er búið að breyta útliti salarins uppi töluvert. „Uppi ætlum við að setja upp fundar og ráðstefnusal. Við munum geta úvegað þráðlaust hljóðkerfi og tölvutengdan myndvarpa. Sú tækni er miklu þægilegri fyrir viðkomandi fyrirlesara í staðinn fyrir að þurfa að koma með allt á plasti.Eitthvað við allra hæfiVeitingastaðurinn Glóðin er landsþekktur fyrir góðan mat og þjónustu. Ásbjörn segir samkeppnina á markaðinum í Keflavík vera harða og þess ætlar hann að halda áfram að bjóða uppá fjölbreyttan og alþjóðlegan matseðil þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; hamborgara, salöt, sjávarrétti, kjötrétti, pastarétti, villibráð að ógleymdum grænmetisréttunum. „Mér hefur t.d. fundist vanta að veitingastaðir bjóði uppá grænmetisrétti því sá hópur sem vill fá létta grænmetisrétti fer stækkandi”, segir Ásbjörn. Hann segir að það sé alltaf jafn vinsælt að koma í mat á Glóðinni í hádeginu og hann leggur mikið upp á því að breyta hádegiverðasmatseðlinum reglulega. „Í hádeginu bjóðum við uppá 6-8 mismundandi aðalrétti og súpu á góðu verði”, segir Ásbjörn.Nýr sérréttamatseðill og spennandi vínEr einhverra að breytinga að vænta á matseðlinum? „Við erum að byrja með nýjan a la carte, sérréttamatseðil og við erum einnig búin að breyta vínlistanum töluvert. Við bjóðum nú uppá vín frá öllum heimshornum, m.a. frá Afríku, Ástralíu, Suður-Ameríku og Kaliforníu”, segir Ásbjörn og segist líta björtum augum á framtíð staðarins.