Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:10

BREYTINGAR Á FASTEIGNAMARKAÐI Á SUÐURNESJUM

Stuðlaberg kaupir Fasteignaþjónustu Suðurnesja Fasteignasalan Stuðlaberg hefur keypt Fasteignaþjónustu Suðurnesja en Stuðlaberg opnaði nýlega á 2. hæð að Hafnargötu 29 í Keflavík. Guðlaugur H. Guðlaugsson eigandi Stuðlabergs sagði í samtali við Víkurfréttir að Stuðlaberg myndi með þessu yfirtaka allan rekstur sem við kæmi Fasteignaþjónustu Suðurnesja en hún hefur verið til húsa að Vatnsnesvegi 14 í Keflavík. Frá og með nk. föstudegi er viðskiptavinum Fasteignaþjónustunnar í fasteignasöluna Stuðlaberg. Stuðlaberg er í sama húsnæði og Lögfræðistofa Suðurnesja sem flutti aðsetur sitt frá Vatnsnesvegi 14 að Hafnargötu 29. „Fyrirtækin eflast við þetta auk þess sem við samnýtum skrifstofuhald, símsvörun og fleira“, sagði Guðlaugur. Aðspurður um fasteignasölu sagði hann mikla hreyfingu vera á markaðnum. „Það er greinilegur uppgangur á svæðinu og eftirspurn eftir nánast öllum stærðum á eignum“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024