Breytingar á akstri Strætó á Suðurnesjum
Strætó hefur endurskoðað leiðir 55, 88 og 89 sem aka um og frá Suðurnesjum og aðlagað þær betur að þörfum farþega. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar og eru gerðar eftir ábendingum frá farþegum, sveitafélögum og akstursaðilum.
Margvíslegar breytingar voru gerðar og má þar helst nefna fjölgun stoppistöðva, fleiri ferðir, styttri biðtíma, betri brottfarartíma fyrir þarfir notenda, færri skiptingar og fleiri ferðir sem aka á Umferðarmiðstöð, í stað þess að enda í Firði.
LEIÐ 55
FLE – Umferðarmiðstöðin
• Nafninu á biðstöðinni Krossmóa breytt í Miðstöð.
• Ferð kl. 9:23 frá Umferðarmiðstöð á virkum dögum færist til kl. 7:55 þannig að vagninn sé kominn kl. 9 í Keili til að koma til móts við nemendur og kennara þar.
• Ferð kl. 5:11 frá Tjarnarhverfi til FLE á virkum dögum færist til kl. 5:05 vegna vaktaskipta í FLE sem eru kl. 5:30.
• Öllum ferðum frá FLE (nema kl. 06:35) flýtt um 5 mínútur og í staðinn bætt við 5 mínútum í Miðstöð sem gefur honum meiri afgreiðslutíma þar.
• Ferð kl. 7:42 frá FLE mun fara alla leið í Umferðarmiðstöð í stað þess að enda í Firði.
• Biðstöðvunum Skógarbraut, Bogabraut og Njarðvíkurtorgi bætt við allar ferðir á leið 55 og biðstöðvunum
Hringbraut/Melteigur, Hringbraut/Norðurtún og Hringbraut/Knattspyrnuvöllur bætt við í fyrstu ferð á morgnana
til Reykjavíkur. Þessar breytingar hafa þegar tekið gildi en voru ekki komnar inn í tímatöflur og leiðavísi.
LEIÐ 88
Grindavík / Aðalbraut – Fjölbrautaskóli Suðurnesja / FS
• Bætt við ferðum kl. 14:28 á föstudögum frá FS og 15:28 á fimmtudögum og föstudögum frá FS til að koma til móts við nemendur.
• Ferð kl. 16:20 frá FS færist til kl. 16:28 alla virka daga til að koma til móts við nemendur.
• Bætt við ferð kl. 14:55 á föstudögum frá Grindavík.
• Ferð kl. 15:50 frá Grindavík færist til kl. 15:55 alla virka daga.
• Í morgunferðinni frá Grindavík í FS mun vagninn stoppa aukalega hjá Lögreglustöðinni í Grindavík kl. 7:24 og halda síðan áfram eins og áður frá Grindavík–Aðalbraut kl. 7:25.
LEIÐ 89
Miðstöð – Íþróttamiðstöðin Sandgerði
• Ferð kl. 7:07 frá Miðstöð færist til kl. 7:05 og ferðin kl. 7:31 frá Sandgerði færist til kl. 7:29 og stoppað verður aukalega í FS í þeirri ferð.
• Ferð kl. 11:17 frá Miðstöð færist til kl. 12:17 og ferð kl. 11:41 frá Sandgerði færist til kl. 12:41.
• Stoppistöðvarnar Vellir, Hringbraut/Norðurtún og Garðvangur í Garði bætast við.
• Ferðir kl. 16:05 og 17:05 frá Miðstöð færast til kl. 16:03 og 17:03 og stoppað verður aukalega í FS í þeim ferðum.
Nýjustu og ferskustu upplýsingarnar er þó ávallt að finna á vef strætó.is