Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bósi kemur til bjargar
Fimmtudagur 30. október 2008 kl. 11:14

Bósi kemur til bjargar

-Verslað með notuð dekk í kreppunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Afar góð viðbrögð hafa verið við auglýsingu Verktakasambandsins ehf  í  Grófinni í Reykjanesbæ þar sem fyrirtækið óskaði eftir notuðum hjólbörðum. Auglýsingin birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta og segir eigandi fyrirtækisins, Sverrir Örn Olsen (Bósi) þessi góðu viðbrögð hafa komið sér verulega á óvart.

Í auglýsingunni óskaði fyrirtækið eftir að kaupa allar gerðir hjólbarða með eða án felga. Fólk var hvatt till að nýta sér tækifærið og losna við gömlu dekkin. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Það er mikið um að fólk liggi með dekk í bílskúrum eða geymslum. Oft á tíðum eru þetta lítið notuð eða jafnvel alveg óslitin dekk sem daga uppi t.d. við bílaskipti. Ég vildi gefa fólki kost á að selja þessi dekk fyrir sanngjart verð með það fyrir augum að gefa öðrum kost á að nýta sér þau fyrir sanngjarnt verð,“ segir Bósi aðspurður um tilgang þessarar auglýsingar.

Verðið á dekkjunum er misjafnt eftir ástandi þeirra og samkomulagsatriði hverju sinni. Í sumum tilvikum kaupir Bósi einnig felgur ef þær eru góðar. Hann segir fólk einnig koma með dekk á felgum, vilji losna við dekkin en halda felgunum, sem er auðsótt mál.  

Bósi segir lítið slitin og og hálfslitin dekk fara í endursölu, annað fari til endurvinnslu.

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð, fólki finnst sniðugt að fá einhverja aura fyrir dót sem legið hefur í geymslu. Eins er fullt af fólki sem gleðst yfir því að geta fengið dekk á skaplegu verði, ekki veitir af eins og ástandið er orðið í þjóðfélaginu.“


Ljósmynd: Ellert Grétarsson