Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Borgirnar sem flestir flugu til frá Keflavík
Fimmtudagur 7. mars 2013 kl. 09:17

Borgirnar sem flestir flugu til frá Keflavík

Líkt og í fyrra þá liggur leið flestra farþega á Keflavíkurflugvelli til Kaupmannahafnar. London er í öðru sæti en vestanhafs er New York orðin vinsælli en Boston. Þetta kemur fram í samantekt sem vefurinn Túristi.is hefur unnið.

Nærri 380 þúsund farþegar flugu milli Keflavíkur og Kastrup í Kaupmannahöfn í fyrra. Engin önnur flugleið nýtur meiri vinsælda meðal farþega á hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Til og frá Lundúnum fóru rúmlega 360 þúsund. Þessar tvær borgir eru í algjörum sérflokki þegar litið er til fjölda farþega enda er flogið þangað nokkrum sinnum á dag allt árið um kring.

New York hefur vinninginn
Þrjú félög halda uppi áætlunarferðum til Oslóar og er borgin þriðji vinsælasti áfangastaðurinn eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Á honum er aðeins að finna flugleiðir þar sem samkeppni ríkir. Árið 2011 var Boston sú borg í N-Ameríku sem flestir farþegar í Keflavík fóru til en í fyrra skaust New York fram úr með um 190 þúsund farþega. Boston vermir því fimmta sætið með með nærri fjórðungi færri en stóra eplið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vinsælustu flugleiðirnar frá Keflavíkurflugvelli árið 2012
    1.    Kaupmannahöfn
    2.    London
    3.    Osló
    4.    New York
    5.    Boston