Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 3. apríl 2003 kl. 15:41

Bónus opnar í Njarðvík á laugardaginn

Ný Bónusverslun verður opnuð á Fitjum í Reykjanesbæ laugardaginn 5. apríl kl. 10. Verslunin er í því húsnæði sem Hagkaup voru í áður. Verslanir Bónuss verða þar með orðnar 20 talsins, 14 á höfuðborgarsvæðinu og 6 úti á landi.Húsnæðið er um 1100 fermetrar að flatarmáli og verslunin sjálf um 900 fermetrar. Í versluninni eru sex afgreiðslukassar, stórt mjólkurtorg og mjög rúmgóður grænmetiskælir, auk þess sem frystipláss er með því mesta sem þekkist í Bónusverslunum. Óhætt er því að segja að öll aðstaða fyrir starfsfólk og viðskiptavini sé til mikillar fyrirmyndar.
Verslunin verður með hefðbundnu Bónussniði, allir helstu vöurliðir matvöru og margt góðra sérvöruliða. Að vanda verður boðið upp á mjög girnileg opnunartilboð að hætti Bónuss.

Í tilefni að opnun verslunarinnar í Reykjanesbæ hefur Bónus ákveðið að láta eina milljón króna af hendi rakna til góðra málefna í sveitarféalginu. Íslandsmeistarar Njarðvíkinga í 8. flokki karla í körfubolta fá 200 þúsund krónur, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 400 þúsund krónur, ætlaðar til að bæta aðstöðu við móttöku sjúklinga, og loks fær Íþróttasjóður Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 400 þúsund krónur.

Verslunin verður opin laugardaga frá 10-18 og sunnudaga frá 12 til 18. Mánudaga til fimmtudaga verður opið frá 12 til 18.30 og föstudaga frá 10 til 19.30.

Verslunarstjóri er Einar Þór Einarsson og aðstoðarverslunarstjóri Ólafur Bergsteinn Ólafsson. Átta til níu fastir starfsmenn verða við störf í versluninni og að auki fjöldi fólks í hlutastörfum.

Karlakór Keflavíkur mun hita upp fyrir tónleikana sína á laugardaginn með því að syngja nokkur lög í nýju Bónusversluninni. Um 50 karla mun troða upp í versluninni um kl. 15.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024