Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bónus opnar í Félagsbíói í Keflavík
Ólafur Daði Helgason verslunarstjóri Bónus í Keflavík, Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóðnum og Bjarni Sæmundsson verslunarstjóri Bónus í Njarðvík.
Laugardagur 10. október 2015 kl. 11:32

Bónus opnar í Félagsbíói í Keflavík

Biðröð fyrir framan verslunina við opnun.

Biðröð var fyrir utan Félagsbíó í morgun þegar Bónus opnaði nýja verslun í gamla bíóhúsinu í Keflavík. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að það væri ánægjulegt að fá svona mótttökur.

Við opnunina færði Bónus Velferðarsjóði Suðurnesja 1 milljón krónu gjafakort í versluninni. Þórunn Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Keflavíkurkirkju og sjóðsins sagði framlag Bónuss afar þakkarvert og kæmi sér vel.

Nýja Bónus verslunin er í 600 fermetra plássi og sagði Guðmundur að úrvalið væri um 60% af því sem er í stærri verslunum eins og í Njarðvík. Í boði væru allar söluhæstu vörur verslunarinnar. „Við vorum strax spennt fyrir því að opna hér þegar okkur stóð þetta húsnæði til boða. Hér er góður kjarni fólks í göngufæri og svo er aukning í ferðamönnum á Suðurnesjum. Við erum bjartsýn og hlökkum til,“ sagði Guðmundur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024