Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 5. febrúar 2003 kl. 08:19

Bónus opnar á Fitjum 1. apríl

Bónusverslun mun verða opnuð í verslunarhúsnæði því sem verslunin Hagkaup hefur notað í Njarðvík eftir einn til tvo mánuði. Bónusbúðin í Reykjanesbæ verður með stærri verslunum keðjunnar eða svipuð að stærð og Bónus í Holtagörðum. Frá þessu er greint á Suðurnesjasíðu Morgunblaðsins í dag.Verslunin Hagkaup tilkynnti í síðasta mánuði lokun í Njarðvík og að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum. Unnið verður að endurbótum á húsnæðinu og mun Bónusverslun verða opnuð þar þegar þeirri vinnu er lokið, í síðasta lagi 1. apríl, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024