Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Bónus kostaði 60 milljónir
Mánudagur 7. apríl 2003 kl. 19:08

Bónus kostaði 60 milljónir

Ný verslun Bónus á Fitjum í Reykjanesbæ hefur hlotið góðar viðtökur Suðurnesjamanna ef marka má allan þann fjölda sem lagði leið sína í verslunina um síðustu helgi. Um tíma var örtröð í versluninni. Í sjónvarpsþættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 í gærkvöldi kom fram í viðtali við Jóhannes Jónsson í Bónus að nýja verslunin á Fitjum hafi kostað 60 milljónir króna. Verslunin er í því húsnæði sem áður hýsti Hagkaup og kom fram að allt hafi verið endurnýjað í húsinu.Verslun Bónus á Fitjum er þriðja stærsta verslunin í Bónus-keðjunni og að sögn kunnugra er verslunin í Njarðvík glæsilegasta verslunin af þeim 20 Bónus-búðum sem nú eru í landinu.

Myndin: Úr Bónus á opnunardaginn. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024