Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 14:08
Bónus í stað Hagkaupa?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður tekin ákvörðun um það á fundi á morgun hvort Bónus muni opna í Njarðvík í stað Hagkaupa. Bónus rekur 14 Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu, auk verslana á Ísafirði, Akureyri og Selfossi. Ekki náðist í Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónuss vegna málsins.