Bókin um Brunann í Skildi vinsæl fyrir jólin
Eymundsson hefur margt að geyma í jólapakkann enda hafa bækur og spil verið vinsælar jólgjafir í tugi ára.
Bækur á topplistanum er hægt að finna í Eymundsson eins og nýjustu bók Arnalds Indriðasonar, Furðu strandir. Hægt er að skipta bókum sem gefnar eru í jólagjafir og þarf bókin ekki nauðsynlega að vera með skiptimiða, þó tekur verslunin 250 kr. ef hún er án skiptimiða.
„Það er búið að vera mikið að gera enda erum við með svakalega mikið úrval af gjafavörum og hægt er að finna ódýra jólagjöf hér hjá okkur. Bruninn í Skildi er mjög vinsæl ásamt öllum skáld- og ævisögunum. Einnig erum við með stórt og gott safn af DVD myndum og geisladiskum og við höfum verið að stækka það hægt og rólega,“ sagði Ásta Ben Sigurðardóttir, verslunarstjóri Eymundsson. „Svo er auðvitað vinsælt að kaupa gott spil fyrir jólin og í möndlugjöfina.“
VF-Myndir/siggijóns