BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR SEMUR VIÐ HEILDVERSLUN PENNANS
Fjórar bókabúðir utan höfuðborgarsvæðisins undirrituðu þann 24.september, samstarfssamning við Heildverslun Pennans, m.a. Bókabúð Keflavíkur. Samningurinn felur í sér að bókaverslanirnar fá beinan aðgang að vörudreifingarmiðstöð heildverslunar Pennans. Ávinningur verslananna er einkum minna lagerhald, tímasparnaður vegna innkaupa, hnitmiðaðra vöruúrval og hagkvæmari innkaup. Forráðamenn verslananna fullyrða að viðskiptavinir þeirra muni einnig njóta góðs af þessum samningi því vöruúrvalið verður betra og verðið lækkar.„Samningurinn tekur gildi um mánaðarmótin október-nóvember og það eru ýmsar ástæður fyrir að við fórum út í þetta samstarf. Þetta þýðir mikla samvinnu í markaðsmálum, útstillingum og kynningum og auðveldar okkur að gera ennþá betur en við erum að gera”, sagði Þorsteinn Marteinsson eigandi Bókabúðir Keflavíkur.