Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bói á Duus tekur við Bogga-bar
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 10:22

Bói á Duus tekur við Bogga-bar

Nýr eigandi hefur tekið við rekstri Bogga-bars við Víkurbraut í Reykjanesbæ. Það er athafnamaðurinn Sigurbjörn Sigurbjörnsson, í daglegu tali kallaður Bói í Duus.
Bói sagði í samtali við Víkurfréttir að Bogga-bar myndi opna aftur á morgun föstudag eftir smávægilegar breytingar, en litlar áherslubreytingar yrðu á úrvalinu. Þó væri stefnt að því að afgreiða kaffi í bílinn og jafnvel að bjóða upp á salöt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024