Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 18:39

Blómamarkaður Systrafélagsins

Helgina 2., 3. og 4. júní nk. verður Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju með sinn árlega blómamarkað við kirkjuna. Þetta er 20. árið sem félagið er með blómamarkað og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Margir bíða eftir honum og telja að þá sé sumarið fyrst hafið þegar Systrafélagskonur hefja blómasölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Sem fyrr verða á boðstólnum sumarblóm, rósir, runnar og fjölær blóm. Markaðurinn er við kirkjuna og hefst kl. 12 á föstudag. Laugardag og sunnudag verður opið frá kl.13-16. Með fyrirfram þökk fyrir góðan stuðning, Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024