Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 16. apríl 2002 kl. 15:26

Blómalagerinn fær frábærar móttökur

Blómalagerinn opnaði að Hólmgarði 2 í Reykjanesbæ sl. föstudag. Blómalagerinn sérhæfir sig í sölu á ferskum og ódýrum blómum beint frá blómabændum en verslunin er í eigu þriggja blómabænda frá Mosfellsdal og Hveragerði. Rekstrarstjóri verslunarinnar í Hólmgarði er Soffía Snæland.Að sögn Ingu Gyðu Bragadóttur, starfsmanns Blómalagersins, hafa viðskipti gengið framar öllum vonum síðan á föstudag, en hún sagði að um 330 manns hafi heimsótt verslunina á opnunardaginn og hafi viðbrögð verið mjög ánægjuleg. Inga sagði í samtali við Víkurfréttir að verslunin væri ekki með gjafavörur, heldur einungis blóm og hluti til ræktunar á blómum á góðu verði. Blómalagerinn er einnig staðsettur í Smáratorgi, Kópavogi og er þetta því önnur verslunin sem opnuð er á skömmum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024