Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Bling Bling fær góðar viðtökur
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 15:17

Bling Bling fær góðar viðtökur

Verslunin Bling Bling hefur notið töluverða vinsælda hjá kvenmönnum hér á Suðurnesjunum, síðan hún opnaði fyrir ekki svo löngu. Verslunin selur skart, töskur og fleiri fylgihluti fyrir konur á öllum aldri og er staðsett á Brekkustíg í Njarðvík, fyrir ofan Besta.

„Fólk hefur tekið okkur rosalega vel og þetta hefur gengið vonum framar,” sagði Björk Þorsteinsdóttir, annar eigandi Bling Bling, en hún rekur búðina ásamt Eygló Jensdóttur.

„Mér fannst vanta svona búð hérna á Suðurnesjunum, þar sem hægt er að fá flott og ódýrt skart. Allt skartið kemur frá Miami í Bandaríkjunum en töskurnar eru einnig þaðan og frá Flórída. Við reynum að hafa allt í mjög takmörkuðu magni, það eru í mesta lagi til tvær tegundir í hverjum lit af hverjum hlut. Svo er ég að fá nýjar vörur sendar, en þær verða líklega komnar á föstudaginn.” Björk segir konur á öllum aldri kíki í búðina, en einnig eitthvað af karlmönnum sem kaupa þá jólagjafir. „Það eina sem er slæmt er staðsetningin, en búðin verður bara staðsett hér til áramóta, en þá ætlum við að reyna færa okkur á Hafnargötuna.”

Á fimmtudaginn lengist opnunartími Bling Bling, en þá verður opið til kl. 22, og einnig á föstudag og laugardag. Á sunnudaginn verður svo opið til kl. 18.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024