Bláa Lónið styrkir íþróttastarf á Suðurnesjum
Bláa Lónið hefur veitt öllum íþróttafélögunum á Suðurnesjum styrki undanfarin ár. Styrkirnir eru í formi vetrarkorta í Bláa Lónið. Fulltrúar félaganna veittu styrkjunum móttöku föstudaginn 13. september í Bláa Lóninu.
Alls voru 30 styrkir veittir, en Bláa Lónið leggur áherslu á að styðja við allar íþróttagreinar sem stundaðar eru á svæðinu. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, og Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri, afhentu styrkina. Dagný sagði við þetta tækifæri að fjöldi styrkjanna væri táknrænn fyrir fjölbreytt og öflugt íþróttastarf á Suðurnesjum.
Fulltrúar frá NES voru ánægðir með veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.
vf-myndir: EJS