Bláa lónið meira en einstök heilsulind
Töfrandi umhverfi Bláa lónsins laðar að fólk sem vill slaka á í hlýju lóninu, fá kísilmaska og nudd eða bara eiga góða stund í veitingasalnum. Bláa lónið laðar líka að þá sem vilja halda fundi, ráðstefnur eða efna til mannfagnaðar í glæsilegum funda- og ráðstefnusölum. Það hafa orðið talsverðar breytingar hjá Bláa lóninu undanfarið en þann 1. janúar sl. tók Bláa lónið við rekstri Eldborgar, kynningar- og móttökuhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Í Eldborg eru þrír ráðstefnusalir auk 14 manna hágæða fundarherbergis og í þessum salarkynnum er fullkominn búnaður til funda- og ráðstefnuhalds fyrir allt að 300 manns. Í hraunlögðum kjallara Eldborgar er að finna Gjánna, skjálfandi „upplýsingaeldstöð“ sem full er af fróðleik um jarðfræðisögu Íslands og því kjörið að kíkja þangað í fundarpásum.Fundarsalurinn í Bláa lóninu er einnig mjög hentugur fyrir fundahald en salurinn er búinn fullkomnum tækjabúnaði og rúmar allt að 100 manns. Salurinn er á annarri hæð með stórum gluggum til suðurs og vesturs og útsýni sem minnir á lifandi málverk sem tekur breytingum eftir árstíðum. Í salnum eru sérhönnuð fundahúsgögn og fullkominn tækjabúnaður til fundahalds. Aðalsalur heilsulindarinnar við Bláa lónið er tvímælalaust meðal glæsilegustu sala landsins. Sjö metra háir glerveggir og útsýni yfir lónið gefa viðburðum sem þar fara fram ævintýralegt yfirbragð. Salurinn rúmar allt að 350 gesti í sæti og 500 í standandi móttöku.
Einnig tók Bláa lónið nýlega yfir veitingahúsið Jenný sem nú gengur undir nafninu Hraunborg. Hraunborg verður ekki rekið sem hefðbundinn veitingastaður heldur verður áhersla lögð á leigu þess til funda og einkasamkvæma. Salurinn, sem rúmar allt að 150 gesti, er bjartur og skemmtilegur og hentar vel fyrir fundi og mannfagnaði t.d. starfsmannafagnaði, afmæli og árshátíðir.
Staðsetning Bláa lónsins er alveg tilvalin. Þetta kyrrláta umhverfi er fjarri amstri dagsins en samt svo þægilega nálægt borginni. Það tekur aðeins 40 mínútur að aka frá höfuborgarsvæðinu að Bláa lóninu og einungis 20 mínútur frá Keflavíkurflugvelli. Ef óskað er skipuleggur starfsfólk Bláa lónsins ferðir á fundarstað og bókar hótelgistingu fyrir funda- og ráðstefnugesti.
Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa lónsins segir í samtali við Víkurfréttir að það sé mikið um það að fyrirtæki haldi fundi hjá Bláa lóninu og eru það þá bæði stærri og smærri fyrirtæki af Reykjavíkursvæðinu og héðan af Suðurnesjum. „ Það hefur einnig verið nokkuð um að erlend fyrirtæki haldi fundi og ráðstefnur í Bláa lóninu. Bláa lónið þykir mjög hentugur staður fyrir fundi og ráðstefnur þar sem hægt er að slaka á í lóninu eftir langan fund og snæða síðan góða máltíð í veitingahúsi Bláa lónsins. Einnig hafa íslensku ráðuneytin mikið verið með fundi og móttökur fyrir erlenda aðila“.
Í veitingasal Bláa lónsins hafa verið haldnar veislur, árshátíðir og ýmsar aðrar uppákomur. „Hérna hafa til dæmis verið haldnar brúðkaupsveislur sem tekist hafa mjög vel og einnig hafa ýmis fyrirtæki haldið árshátíðir sínar hérna. Atburðir eins og Airwaves tónlistarhátíðin hefur einnig verið haldin hér í Bláa lóninu síðustu ár og verður engin breyting höfð þar á þetta árið. Svo má ekki gleyma hinni árlegu fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin hefur verið í Bláa lóninu tvisvar sinnum og aftur í ár“, segir Sveinn. Þá segir hann að það geti verið skemmtilegt að fá logo fyrirtækisins grafið í klaka en Bláa lónið sér um að útvega slíkt ef óskað er og sömuleiðis ef fyrirtæki hafa áhuga á að vera með myndakynningu (slideshow). Einnig hafa fyrirtæki oft viljað skreyta salinn í sínum litum svo möguleikarnir eru margir.
Bláa lónið er með fullkomið eldhús og góða matreiðslumenn og er þess vegna vel í stakk búið fyrir stórar sem smáar veislur, hvort sem það eru brúðkaup, afmæli eða fermingarveislur. Hægt er að fá ákveðinn matseðil eða ýmis konar hlaðborð, allt eftir óskum viðskiptavinarins.Verðið fer eftir því hversu stóran sal fólk óskar eftir að leigja og eftir því hvernig matseðil það vill. Sveinn segir að þar að leiðandi sé verðið mjög misjafnt en það sé vel sambærilegt við aðra sali sem leigðir eru út. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sal geta haft samband í síma: 420 8806.
Einnig tók Bláa lónið nýlega yfir veitingahúsið Jenný sem nú gengur undir nafninu Hraunborg. Hraunborg verður ekki rekið sem hefðbundinn veitingastaður heldur verður áhersla lögð á leigu þess til funda og einkasamkvæma. Salurinn, sem rúmar allt að 150 gesti, er bjartur og skemmtilegur og hentar vel fyrir fundi og mannfagnaði t.d. starfsmannafagnaði, afmæli og árshátíðir.
Staðsetning Bláa lónsins er alveg tilvalin. Þetta kyrrláta umhverfi er fjarri amstri dagsins en samt svo þægilega nálægt borginni. Það tekur aðeins 40 mínútur að aka frá höfuborgarsvæðinu að Bláa lóninu og einungis 20 mínútur frá Keflavíkurflugvelli. Ef óskað er skipuleggur starfsfólk Bláa lónsins ferðir á fundarstað og bókar hótelgistingu fyrir funda- og ráðstefnugesti.
Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa lónsins segir í samtali við Víkurfréttir að það sé mikið um það að fyrirtæki haldi fundi hjá Bláa lóninu og eru það þá bæði stærri og smærri fyrirtæki af Reykjavíkursvæðinu og héðan af Suðurnesjum. „ Það hefur einnig verið nokkuð um að erlend fyrirtæki haldi fundi og ráðstefnur í Bláa lóninu. Bláa lónið þykir mjög hentugur staður fyrir fundi og ráðstefnur þar sem hægt er að slaka á í lóninu eftir langan fund og snæða síðan góða máltíð í veitingahúsi Bláa lónsins. Einnig hafa íslensku ráðuneytin mikið verið með fundi og móttökur fyrir erlenda aðila“.
Í veitingasal Bláa lónsins hafa verið haldnar veislur, árshátíðir og ýmsar aðrar uppákomur. „Hérna hafa til dæmis verið haldnar brúðkaupsveislur sem tekist hafa mjög vel og einnig hafa ýmis fyrirtæki haldið árshátíðir sínar hérna. Atburðir eins og Airwaves tónlistarhátíðin hefur einnig verið haldin hér í Bláa lóninu síðustu ár og verður engin breyting höfð þar á þetta árið. Svo má ekki gleyma hinni árlegu fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin hefur verið í Bláa lóninu tvisvar sinnum og aftur í ár“, segir Sveinn. Þá segir hann að það geti verið skemmtilegt að fá logo fyrirtækisins grafið í klaka en Bláa lónið sér um að útvega slíkt ef óskað er og sömuleiðis ef fyrirtæki hafa áhuga á að vera með myndakynningu (slideshow). Einnig hafa fyrirtæki oft viljað skreyta salinn í sínum litum svo möguleikarnir eru margir.
Bláa lónið er með fullkomið eldhús og góða matreiðslumenn og er þess vegna vel í stakk búið fyrir stórar sem smáar veislur, hvort sem það eru brúðkaup, afmæli eða fermingarveislur. Hægt er að fá ákveðinn matseðil eða ýmis konar hlaðborð, allt eftir óskum viðskiptavinarins.Verðið fer eftir því hversu stóran sal fólk óskar eftir að leigja og eftir því hvernig matseðil það vill. Sveinn segir að þar að leiðandi sé verðið mjög misjafnt en það sé vel sambærilegt við aðra sali sem leigðir eru út. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sal geta haft samband í síma: 420 8806.