Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa Lónið kynnir tvær nýjar vörur
Miðvikudagur 15. júní 2011 kl. 15:57

Bláa Lónið kynnir tvær nýjar vörur

- Blue Lagoon Silica Mud Exfoliator og Silica Foot & leg lotion.

Silica Mud Exfoliator er endurnærandi skrúbb fyrir andlit og líkama. Varan byggir á kísil Bláa Lónsins og inniheldur örfína kísilagnir sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur. Einstök náttúruleg vara án parabena.

Silica Foot & Leg Lotion inniheldur kísil Bláa Lónsins sem styrkir og nærir auk þess að innihalda mentól sem kælir, róar og frískar fæturnar. Varan er frábær nýjung í Blue Lagoon vörulínunni og er fyrsta varan innan línunnar sem er þróuð sérstaklega fyrir fætur.

Kísillinn er mest einkennandi efni Bláa Lónsins. Nýju vörurnar eru afrakstur þróunarstarfs undanfarinna ára þar sem áhersla hefur verið á hagnýtingarmöguleika kísilsins sem einstakrar náttúruvöru.
Rannsóknir benda til að kísillinn hafi styrkjandi áhrif á efsta varnarlag húðarinnar sem er grunnurinn að heilbrigðri og fallegri húð.

Nýtt merki er á bakhlið varanna þar sem er táknmynd af vatni og texti sem myndar hring og stendur „geothermal eco-cycle, energy for life,” Merkioð vísar í uppruna varanna sem byggja á einstöku jarðvarma vistkerfi þar sem að sjálfbærar vinnsluaðferðir eru hafðar að leiðarljósi og lífsorkuna sem náttúran veitir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024