Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa Lónið hf. og Gufa ehf. - samstarf um uppbyggingu Gufubaðsins við Laugarvatn
Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 20:59

Bláa Lónið hf. og Gufa ehf. - samstarf um uppbyggingu Gufubaðsins við Laugarvatn

Bláa Lónið hf. og Gufa ehf. hafa gert með sér samstarfssamning sem lýtur að markvissri uppbyggingu og eflingu heilsulindar- og gufubaðsstarfsemi við Laugarvatn. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Kristján Einarsson, stjórnarformaður Gufu undirrituðu samninginn í Bláa Lóninu fyrr í þessum mánuði..

Hollvinasamtök Smíðahúss og Gufubaðs á Laugarvatni höfðu forgöngu um að stofna Gufu ehf., en félagið kemur til með að reisa og eiga ný mannvirki sem byggð verða við gufubaðið á bökkum Laugarvatns.

Bláa Lónið hf. mun sjá um rekstur aðstöðunnar og verður félagið jafnframt faglegur ráðgjafi við uppbygginguna að Laugarvatni en Bláa Lónið gegnir forystuhlutverki í heilsutengdri ferðarþjónustu á Íslandi.

Gufubaðið á Laugarvatni er náttúrulegt þar sem það er byggt yfir hver með hreinni vatnsgufu. Að auki býður staðsetning gufubaðsins alveg á vatnsbakkanum upp á möguleika til að skapa fjölbreytta og sérstaka aðstöðu fyrir gesti.

Meginmarkmið Gufu og Bláa Lónsins með uppbyggingunni er að hafa í heiðri og efla þá baðhefð sem gufubaðið við Laugarvatn hefur skapað og gera þar einstakan baðstað fyrir íslenska og erlenda gesti. Starfsemin mun skapa ný störf í Bláskógabyggð.

Að mati samstarfsaðilanna mun uppbyggingin styrkja heilsuímynd Laugarvatns og nágrennis og efla ennfremur ímynd Íslands sem heilsulands.

Áætlað er að nýja Gufubaðið við Laugarvatn hefji starfsemi á vordögum 2008.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024