Bláa lónið: Gufubað og heilsulind á Laugarvatni byggt á næstu tveimur árum
Rekstur gufubaðsins og nýrrar heilsulindar á Laugarvatni mun hefjast vorið 2010. Framkvæmdir hófust sl. haust.og samkvæmt upphaflegum áætlunum átti að taka heilsulindina í notkun vorið 2008. Framkvæmdum var frestað vegna ófyrisjáanlegra ytri aðstæðna.
Nauðsynlegt reyndist að loka gamla gufubaðinu á framkvæmdatímanum og stafar það m.a. af því að heilbrigðisyfirvöldu gátu aðeins veitt takmarkaðar undanþágur til rekstrar.
Hollvinasamtök Smíðahúss og Gufubaðs á Laugarvatni höfðu forgöngu um að stofna Gufu ehf., en félagið kemur til með að reisa og eiga ný mannvirki sem byggð verða við gufubaðið á bökkum Laugarvatns. Íslenskar heilsulindir ehf, dótturfélag Bláa Lónsins hf,. verður rekstraraðili heilsulindarinnar og er félagið jafnframt faglegur ráðgjafi við uppbygginguna að Laugarvatni en Bláa Lónið gegnir forystuhlutverki í heilsutengdri ferðarþjónustu á Íslandi.
Gufubaðið á Laugarvatni er ómissandi hluti í tilveru margra og hefur skipað sér sess sem ein sögufrægasta heilsulind Íslands. Frá því snemma á síðustu öld hafa Íslendingar sótt staðinn heim, farið í gufubað og synt í Laugarvatni.
Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að viðhalda þokka og ímynd gömlu Gufunnar bæði út frá stærð, rými efnisvali og tilfinningu. Nýtt mannvirki mun skapa þessum sögufræga stað veglega umgjörð. Við hönnun byggingarinnar verður náttúrukröftum og arkitektúr fléttað saman í samspili efnisvals, gufu og vatns. Byggingin verður að hluta til felld inn í landslagið þannig að bygging og umhverfi myndi samstæða heild. Með uppbyggingunni verður til aðlaðandi útivistar- og baðstaður fyrir alla fjölskylduna.
Það er sameiginlegt kappsmál allra sem að uppbyggingunni standa að nýtt gufubað og heilsulind að Laugarvatni verði einstök hér á landi