Bláa lónið fær hvatningarverðlaun
Bláa lónið hlaut hvatningarverðlaun Ferðamálaráð Íslands en þau voru afhent í tengslum við rástefnu Ferðamálaráðsins um heilsutengda ferðaþjónustu sem fram fór í síðustu viku. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra afhenti verðlaunin.
Samgönguráðherra kom inn á í máli sínu að fá fyrirtæki standa upp úr þegar kemur að verðlaunum af þessu tagi og varð það samdóma álit allra í Ferðamálaráði að Bláa lónið skyldi hljóta verðlaunin. Bláa lónið far stofnað 1992 en baðstaðurinn hefur verið rekinn um 7 ára bil en á þeim tíma hafa 800.000 gestir heimsótt lónið. Þá hafa verið framleiddar húðvörur sem byggja á hráefnum lónsins en böðun í lóninu hefur góð áhrif á psoriasisskúlinga. „Fyrst og fremst er Bláa lónið þó heilsulind þar sem allir, jafnt undir sem gamlir njóta vellíðunar og slökunar á sál og líkama“, sagði Sturla Böðvarsson.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti núna en að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, forstöðumanns innanlandsdeildar Ferðamálaráðs verða hvatningarverðalun ferðamálaráðs veitt þegar til efni gefst til. „Það var samdóma álit að veita þau Bláa lóninu en þar hafa menn verið að vinna mjög áhugaverða hluti og tekist bærilega til“, segir Elías. Aðrir staðir sem til greina komu voru Heilsustofnun Náttúrulækningarfélagsins í Hveragerði og Orkuveita Reykjavíkur fyir Reykjavík Spa City. „Bláa lónið er fyrsta alvöru fjárfestingin í ferðaþjónustu fyrir utan grunnþætti eins og samgöngur, veitingar og gistingar. Við leitum eftir hlutum em eru sérstakir og þar sem menn eru að vinna skipulega eftir fyrirfram ákveðinni stefnu og markaðurinn tekur við“, segir Elías að lokum.
Samgönguráðherra kom inn á í máli sínu að fá fyrirtæki standa upp úr þegar kemur að verðlaunum af þessu tagi og varð það samdóma álit allra í Ferðamálaráði að Bláa lónið skyldi hljóta verðlaunin. Bláa lónið far stofnað 1992 en baðstaðurinn hefur verið rekinn um 7 ára bil en á þeim tíma hafa 800.000 gestir heimsótt lónið. Þá hafa verið framleiddar húðvörur sem byggja á hráefnum lónsins en böðun í lóninu hefur góð áhrif á psoriasisskúlinga. „Fyrst og fremst er Bláa lónið þó heilsulind þar sem allir, jafnt undir sem gamlir njóta vellíðunar og slökunar á sál og líkama“, sagði Sturla Böðvarsson.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti núna en að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, forstöðumanns innanlandsdeildar Ferðamálaráðs verða hvatningarverðalun ferðamálaráðs veitt þegar til efni gefst til. „Það var samdóma álit að veita þau Bláa lóninu en þar hafa menn verið að vinna mjög áhugaverða hluti og tekist bærilega til“, segir Elías. Aðrir staðir sem til greina komu voru Heilsustofnun Náttúrulækningarfélagsins í Hveragerði og Orkuveita Reykjavíkur fyir Reykjavík Spa City. „Bláa lónið er fyrsta alvöru fjárfestingin í ferðaþjónustu fyrir utan grunnþætti eins og samgöngur, veitingar og gistingar. Við leitum eftir hlutum em eru sérstakir og þar sem menn eru að vinna skipulega eftir fyrirfram ákveðinni stefnu og markaðurinn tekur við“, segir Elías að lokum.