Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa lónið eignast hlut ríkisins í Jarðböðunum í Mývatnssveit
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 01:23

Bláa lónið eignast hlut ríkisins í Jarðböðunum í Mývatnssveit

Þrjú tilboð bárust í 16,667% eignarhlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. þegar tilboðin voru opnuð. Félag í eigu Bláa lónsins átti hæsta boðið að fjárhæð 24 milljónir króna.
Nemur eignarhluturinn 20 milljónum króna að nafnvirði. Hefur iðnaðarráðherra, sem fer eignarhlutinn, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Íslenskra heilsulinda ehf., að fjárhæð 24 milljónir króna en það var hæsta tilboð sem barst. Íslenskar heilsulindir ehf. eru í eigu Bláa lónsins hf. Auk Íslenskra heilsulinda ehf. buðu Smámunir ehf. og HH Holding ehf. í eignarhlutinn.

Ríkiskaup önnuðust umsjón sölunnar f.h. framkvæmdanefndar um einkavæðingu.

Baðfélagið á og rekur Jarðböðin við Mývatn.

 

Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Mynd af vefsíðu Jarðbaðanna í Mývatnssveit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024