Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa lónið eftirminnilegt
Þriðjudagur 16. október 2012 kl. 09:10

Bláa lónið eftirminnilegt

Bláa lónið er erlendum ferðamönnum minnisstæðast og styrkur ferðaþjónustu á Íslandi liggur í náttúru og landslagi. Þetta kemur fram í könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna síðasta vetur þ.e. frá september til maí 2012.

Dvöl vetrargesta var að mestu bundin við höfuðborgarsvæðið en 6,6% gistu á Reykjanesi. Flestir heimsóttu Þingvelli, Geysi eða Gullfoss (61,0%) en athygli vekur að 21,9% sóttu Reykjanesbæ heim og 15,1% Reykjanesvita/Gunnuhver/Brú milli heimsálfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024