Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa Lónið  og Landspítali gera með sér samstarfssamning
Föstudagur 14. september 2007 kl. 16:32

Bláa Lónið og Landspítali gera með sér samstarfssamning

Bláa Lónið og Landspítali hafa gert með sér samstarfssamning um rannsóknir og klíníska vinnu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Magnús Pétursson, forstjóri LSH, undirrituðu samninginn í Bláa lóninu lækningalind.

Samstarfið felst í ráðningu læknis sem hefur hug á sérnámi í húðlækningum. Starfið felur í sér rannsóknir og klíníska vinnu fyrir Bláa lóninu lækningalind þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómum og klínískt starf á húðdeild LSH.   Rannsóknavinnan felur í sér undirbúning og vinnu við klíníska rannsókn sem snýr að áframhaldandi rannsóknum á lækningamætti Bláa lónsins.  Heiti rannsóknarinnar er “Áhrif Blue Lagoon meðferðar á psoriasis.”

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf, segir samstarfssamninginn vera mikilvægan áfanga fyrir fyrirtækið. “Rannsóknastarf skipar mikilvægan sess í starfsemi Bláa Lónsins. Samstarfið við LSH gerir okkur kleift að efla þennan þátt enn frekar. Bláa Lónið hefur sett sér það markmið að verða leiðandi í húðmeðferðum við psoriasis- og exemsjúkdómum á alþjóðavettvangi. Fyrirtækið vinnur samkvæmt rannsóknaáætlun sem miðast að því að auka þekkingu á lækningamætti Bláa lónsins og um leið styrkja samkeppnishæfni í íslenskrar heilbrigðisþjónustu á alþjóðavettvangi.”

Magnús Pétursson forstjóri Landspítala fagnar samstarfssamningnum  “ Landspítali er í margs konar samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviðinu.  Háskólasjúkrahúsið vill auka slíkt samstarf vegna þess að um gagnkvæma hagsmunni er að ræða.  Þannig er það vissulega í þessu tilfelli því samningurinn stuðlar að því að húðlækningar styrkjast enn frekar á spítalanum.  Samstarf við Bláa lónið er einnig áhugavert að því leyti að það er sannarlega vilji spítalans, ef ekki skylda hans, að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í markaðs- og útrásarstarfi þeirra.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024