Björt og hlýleg snyrtistofa í hjarta bæjarins
Nýverið tók til starfa í Reykjanesbæ snyrtistofan Carisma en hún er í eigu Hafdísar Lúðvíksdóttur snyrti- og förðunarfræðings.
Stofan er staðsett að Hafnargötu 57, nánar tiltekið í húsnæði Flughótelsins. Stofan er björt og hlýleg og mjög vel staðsett, í hjarta bæjarins með gott aðgengi og næg bílastæði.
Á stofunni er boðið upp á allar helstu snyrtimeðferðir og verður lögð sérstök áhersla á íslenskar meðferðarvörur unnar úr nærliggjandi náttúruauðlindum.
Boðið verður upp á 25% afslátt í fyrsta tíma af öllum meðferðum í nóvember, og 20% afslátt ef bókaður er annar tími.
Að sögn Hafdísar er ætlunin að byggja upp starfsemina smám saman með lengri opnunartíma og fjölbreyttar meðferðir til að koma til móts við bæjarbúa og gesti hótelsins.